Boðskapur hans er þá?

Bera þær þjóðir sem ég hef talið að hlut ættu að hörmungarsögu Haiti þá enga ábyrgð? Er þá boðskapur þessa svo-kallaða Kristna manns þá að kúgaðar og arðrændar þjóðir eigi einfaldlega að sætta sig við hlutina eins og þeir eru? 

Við sem erum "ekki þjóðin" eigum að sætta okkur við þá kúgun og arðrán sem við upplifum núna og koma þeim lærdóm sem af sögu Haitibúa má draga til afkomenda okkar svo þeir lendi ekki í slíkum samningum sem þessum sem um ræðir í þessari frétt.

Annars veldur það mér töluverðri ógleði að svona dulbúinn nýnasisti fái að tjá sig opinberlega.


mbl.is „Haíti-búar sömdu við djöfulinn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Núna vitum við hvenær við berum ábygð á börnum okkar og hvenær ekki.

Ég get nú einfaldlega ekki orða bundist eftir að hafa lesið það svart á hvítu að ábyrgðin sé bankanna ef foreldrar taka lán á nafni barna sinna. 

Þegar Glitnir var orðinn Íslandsbanki voru lán til barnanna skoðuð og áttaði einhver snillingurinn sig skyndilega á, að ekki hefði legið fyrir samþykki sýslumanns og lánin því ólögleg. Ég spyr nú bara af því hvort það gæti verið að þessi snillingur hafi unnið þarna þegar þessi barna-lán voru veitt?  Ekki gæti heldur verið að sá hinn sami ætti hagsmuna að gæta? Eða jafnvel hagsmuna ættingja eða vina?

Af því við berum ekki ábyrgð á börnunum okkar þegar við höfum ætlað okkur að græða á þeim þá ákvað bankinn því að fella skuldina niður og harmar málið.

Þess má geta að þannig fór málið ekki sl vor, þegar Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur og dæmdi móður barns í Mýrarhúsaskóla, sem skellti hurð á höfuð kennara til að greiða honum 9,7 milljónir króna í bætur vegna slyssins. Auk þess var var móðirin dæmd til að greiða 1,5 milljónir i málskostnað.

Þennan dóm hef ég aldrei skilið. Hef í einfeldni alltaf haldið að börnin væru á ábyrgð skólans á skólatíma. Ég spyr því hvort þarna hafi þá sýslumaður verið búinn að veita samþykki sitt á þeim gjörningi barnsins sem þarna varð?

Er ég ein um að upplifa þetta sem öfugsnúið Ísland?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband